Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit sjóðsins. Afturkölluninmiðast við 22. júní 2011. Þar með lýkur formlega sögu sjóðsins sem stofnaður var árið 1908. FME tók yfir starfsemi SpKef þann 23. apríl 2010 eftir að ljóst var að hann gæti ekki starfað áfram.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra setti í kjölfarið á stofn nýtt fjármálafyrirtæki, SpKef sparisjóð, til að taka við rekstri gamla sjóðsins. Nýi sjóðurinn náði ekki að lifa nema til 5. mars síðastliðinn þegar Landsbankinn var látinn yfirtaka hann. Í ljós hafði komið að gæði þeirra eigna sem færðar voru inn í nýja sparisjóðinn til að mæta innlánum hans voru mun verri en áður hafði verið haldið.