Fjármálaeftirlitið óskar eftir að ráða aðstoðarforstjóra til að koma að uppbyggingu eftirlitsins og vera leiðandi, ásamt forstjóra, í starfi Fjármálaeftirlitsins varðandi fjármálastöðugleika og við stefnumörkun almenns eftirlits á fjármálamarkaði. Starfið er nýtt í núverandi skipulagi og er aðstoðarforstjóri staðgengill forstjóra í hans fjarveru.

Í auglýsingunni segir að aðstoðarforstjóri FME þurfi að hafa góða þekkingu á viðfangsefninu, hafa ríka leiðtogahæfni og lifandi áhuga á þróun fjármálamarkaðarins. Aðstoðarforstjóri þurfi einnig að geta sett sig hratt inn í flókin viðfangsefni og vera talsmaður stofnunarinnar út á við ásamt forstjóra.

Við mat á umsækjendum verður sérstaklega horft til þess hvort viðkomandi hafi háskólapróf sem nýtist í starfinu, einkum á sviðið hagfræði eða fjármála. Þá er þekking og reynsla af fjármálamarkaði nauðsynleg og stjórnunarreynsla æskileg.

Umsóknarfrestur rennur út þann 6. maí næstkomandi.