Fjármálaeftirlitið hefur vísað fimm málum til ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Hér er allt um að ræða mál er varðar bankaleynd. Þau mál sem nú eru til skoðunar tengjast birtingu trúnaðarupplýsinga í dagblöðum.

Undanfarið hafa mál er varðar bankaleynd verið mikið til umræðu og þá sérstaklega í kjölfar þess að lánabækur Kaupþings hafa verið til umfjöllunar. Afgreiðslu þeirra mál er ekki lokið og hefur þessari frétt verið breytt með tilliti til þess að þau mál fimm mál sem hafa verið send áfram tengjast blaðamönnum.