Fjármálaeftirlitið hefur fallist á ósk fjármálaráðuneytisins og Glitnis banka um að veita aukinn tímafrest til að ljúka fjármögnun Íslandsbanka hf. og gefa út fjármálagerninga um uppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Glitnis banka hf. til Íslandsbanka hf.

Þessum málum hafði átt að ljúka á föstudag en í dag var óskað eftir frekari fresti. Frestur var að þessu sinni veittur til 11. þessa mánaðar, til föstudagsins næstkomandi. Þetta er tíunda breyting á ákvörðun FME frá 14. október 2008.