Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um störf endurskoðunardeilda fjármálafyrirtækja.

Tilmælin hafa það að markmiði að leiðbeina forstöðumönnum endurskoðunardeilda hjá fjármálafyrirtækjum um hvernig innri endurskoðun skuli sinnt eins og best verður á kosið.

Þetta kemur fram á vef FME en þar segir að innri endurskoðun er hluti af skipulagi fjármálafyrirtækja og er mikilvægur þáttur í eftirlitskerfi þeirra.

Þá kemur fram að tilmælin mæla m.a. fyrir um hvernig skipulagi endurskoðunardeildar skuli háttað, hvernig sjálfstæði deildarinnar skuli tryggt og hver skulu vera helstu verkefni deildarinnar. °

Auk framangreinds má nefna að m.a. er kveðið er á um hvernig samskiptum innri endurskoðanda annars vegar og ytri endurskoðanda og Fjármálaeftirlitsins hins vegar skuli háttað.

Tilmælin má finna hér.