Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdi við framsetningu á auglýsingu Elísabetar, sem er skrásett vörumerki í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). „Laut athugasemdin að framsetningu auglýsinga og að ekki hafi komi fram með nógu skýrum hætti að vörumerkið Elísabet væri í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Brugðist var við athugasemdum FME innan tilskilinna tímamarka. Hvorki voru gerðar athugasemdir við verðlagningu Tryggingamiðstöðvarinnar í ökutækjatryggingum né aðra þætti hjá félaginu," segir í tilkynningu frá TM.

Á vef Fjármálaeftirlitsins (FME) kemur fram að gerðar hafi verið athugasemdir við viðskipti tveggja tryggingafélaga þegar iðgjöld og viðskiptahættir vátryggingafélaganna voru til skoðunar.