Niðurstöður í athugun Fjármálaeftirlitsins á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku hefur verið lokið. Athugunin er gerð í samræmi við kröfur í lögum um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja sem FME hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfsviða.

Beinist athugunin að aðskilnaði starfssviða í húsnæði bankans, aðskilnaði í stjórnun og aðskilnaði gagna að því er fram kemur í frétt FME .

Fjármálaeftirlitið gerði eftirfarandi athugasemdir varðandi aðskilnað starfssviða:

  • Að tilteknir starfsmenn bankans, sem starfa utan starfssviða sem skulu vera aðskilin, hafi aðgang að slíkum starfssviðum. Nánar tiltekið er um að ræða mannauðsstjóra sem hefur aðgang að öllum starfssviðum bankans sem eiga að vera aðskilin, forstöðumann viðskiptatengsla sem hefur aðgang að rýmum eignastýringar, fyrirtækjaráðgjafar og markaðsviðskipta og starfsmenn bakvinnslu er hafa aðgang að rými markaðsviðskipta;
  • Að glerveggur sem aðgreinir rými fyrirtækjaráðgjafar fram í sameiginlegt rými bankans sé ekki hulinn með fullnægjandi hætti;
  • Að markaðsviðskipti, sem skal vera aðskilið starfssvið, starfi í sameiginlegu rými með fjárstýringu;
  • Að tilteknir starfsmenn bankans sem starfa utan markaðsviðskipta og fyrirtækjaráðgjafar, sem hvort tveggja eru starfssvið sem skulu vera aðskilin, hafi aðgang að möppum starfssviðanna á sameiginlegu gagnasvæði bankans;
  • Að ekki hafi verið leitað álits regluvarðar bankans um aðgangsveitingu að sameignarsvæðinu „Verkefna“, líkt og reglur bankans gera ráð fyrir;
  • Að ekki séu fyrir hendi innri verkferlar til samræmis við reglur bankans um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og Gagnsæistilkynningar Fjármálaeftirlitsins eru birtar í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998.
  • Að ekki séu fyrir hendi sérstakar verklagsreglur og ferlar er snúa að flutningi starfsmanna á milli sviða