Fjármálaeftirlitið hóf athugun á starfsemi Borgunar hf. þann 27. maí í fyrra. Athugunin beindist að framkvæmd áhættustýringar og því hvernig stjórn sinnir hlutverki sínu þar. Niðurstaða athuganarinnar lá fyrir í apríl 2017. Hægt er að lesa athugasemdir Borgunar hér.

Fjármálaeftirlitið gerði fjöldamargar athugasemdir bæði við framkvæmd áhættustýringar, varðandi hlutverk stjórnar vegna áhættustýringar og aðrar athugasemdir vegna starfa stjórnarinnar.

Til að mynda kemur fram að skipulag áhættustýringar Borgunar væri ekki nægilega skýrt. Einnig voru gerðar athugasemdir um að lögboðnir verkferla varðandi áhættustýringu væru ekki til staðar hjá Borgun.