Fjármálaeftirlitið framkvæmdi vettvangsathugun á Lífeyrissjóði Vestmannaeyja í mars 2019, niðurstaðan kom fram í tilkynningu FME í dag.

Athugasemdir stofnunarinnar snéru meðal annars að því að áhættu- og áhættustýringarstefna sjóðsins væri ekki í fullu samræmi við reglugerðir. Enn fremur væri áhættustýring sjóðsins ekki talin hæfileg að stærð miðað við eðli og umfang lífeyrissjóðsins.

Einnig töldu þau að verkferla og eftirlitsaðgerðir vegna innra eftirlits væru ekki skjalfest með fullnægjandi hætti, ekki væri tekið fyllilega tillit til þeirra hagsmunaárekstra sem gætu komið upp vegna skorts á aðgreiningu starfa vegna smæðar sjóðsins. Auk þess að eftirlit stjórnar með störfum þeirra sem sjá um lögbundnar eftirlitsaðgerðir voru ekki taldar fullnægjandi.

Markmið athugunar FME var að kanna hvort sjóðurinn byggi yfir nægjanlega góðu innra eftirlitskerfi og þá sérstaklega er lyti að eftirliti með fjárfestingarstarfsemi sjóðsins. Að teknu tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem FME aflaði sér gerðu þau fimm athugasemdir og þá sérstaklega hvað sneri að uppbyggingu eftirlitskerfis og framkvæmd eftirlitsaðgerða.