Þrátt fyrir að lögum samkvæmt megi fjármálafyrirtæki að­ eins eiga fyrirtæki í óskyld­ um rekstri í tólf mánuði hafa bank­arnir haldið á sumum fyrirtækjum mun lengur. Dæmi eru um að þeir hafi átt slík fyrirtæki fjórum sinn­um lengur en lög kveða á um. Fjármálaeftirlitið (FME) getur framlengt þessa fresti og er ljóst að það hefur verið gert, en FME veitir ekki upplýsing­ ar um hvaða fyrirtæki hafa feng­ið fresti eða hversu langir þeir eru. Samkeppniseftirlitið hefur einnig sett fjármálafyrirtækjum skilyrði, þar á meðal fresti til að selja fyr­irtæki, þegar þau eru tekin yfir. Líkt og í tilviki FME telur Samkeppnis­ eftirlitið nauðsynlegt að trúnaður ríki um frest til sölu.

FME hefur heim­ild til að beita fjármálafyrirtæki dagsektum eða stjórnvaldssektum ef þau selja ekki fyrirtæki í óskyld­um rekstri innan þess frests sem þeim er gefinn. Þessum heimildum hefur ekki enn verið beitt. Reynd­ar segir í svari FME við fyrirspurn Viðskiptablaðsins að eftirlitið hafi í nokkrum tilvikum tilkynnt fjármálafyrirtækjum um að ef þau selji ekki tiltekin fyrirtæki í óskyldri starfsemi verði þau beitt dagsektum að gefnum fresti liðnum.

Ekki hefur þó komið til þess ennþá að beita hafi þurft sektum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .