Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsóknum á 167 málum sem tengjast aðdraganda efnahagshrunsins fyrir fjórum árum og hafa 49 mál þeim tengd verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra  eða embættis sérstaks saksóknara. Þá hefur 34 málum um brot á á almennum hegningarlögum verið vísað til sérstaks saksóknara. Þremur málum hefur verið lokið með beitingu stjórnvaldssekta en 81 máli hefur lokið án aðgerða.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins (FME).

Þar segir m.a. að rannsóknir FME hafi leitt í ljós meint brot á nánast öllum flokkum efnahagsbrota. Þá segir í skýrslunni að fyrir liggi að í fjölmörgum tilvikum hafi ha´ttsemi eftirlitsskyldra aðila í aðdraganda bankahrunsins ekki verið í samræmi við þau sérlög sem stofnunin hafi eftirlit með.