Fjármálaeftirlitið hefur opnað rannsókn á 191 máli en lokið 149 frá því bankarnir féllu í október 2008 og fram til mars á þessu ári. Á tímabilinu hafa 53 mál verið kærð til embættis sérstaks sakóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara. Þá hefur 33 málum verið vísað til sérstaks saksóknara. Þetta merkir að á níunda tug mála hefur verið vísað til ákæruvalds.

Þetta kemur fram í Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins sem kom út í morgun.

Af rannsóknum Fjármálaeftirlitsins hefur 33 málum verið vísað til sérstaks saksóknara. Þremur málum hefur lokið með stjórnvaldssekt en 60 hefur lokið án frekari aðgerða.

Þá kemur fram í ritinu að 12 mál sem eftirlitið hefur rannsakað eru tengd markaðsmisnotkun, 12 flokkast til innherjasvika, 36 eru umboðssvikamál og 8 brot á lögum um hlutafélög. Þá eru sömuleiðis 6 málanna tengd brotum á lögum um starfsemi lífeyrissjóða.

Rit Fjármálaeftirlitsins