Höfuðstöðvar Byr
Höfuðstöðvar Byr
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað yfirtöku Íslandsbanka á Byr. Kaup Íslandsbanka eru háð samþykki FME og Samkeppniseftirlitsins.

Á heimasíðu FME segir að samkvæmt niðurstöðu FME sé Íslandsbanki hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR verði talið dótturfyrirtæki bankans. FME hefur einnig borist ósk um samþykki á fyrirhugðum samruna Íslandsbanka og Byr hf. Hinn fyrirhugaðir samruni er enn til meðferðar hjá FME og bíður stofnunin frekari gagna frá samrunaaðilum.