Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Frá þessu er greint a vef FME.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í janúar síðastliðnum hafði VÍS keypt 15% hlut í T Plús en kaupin voru háð samþykki FME.

T Plús er verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem sérhæfir sig í bakvinnsluþjónustu.