Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að reglulega verði kallað eftir því bankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður framkalli sjálfsmat.

Í matinu eiga fyrirtækin að leggja mat á hvort stjórn félaganna væri samsett þannig að hún byggi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni, og reynslu til að skilja starfsemi fyrirtækisins og þar á meðal helstu áhættuþætti þeirra.

Helsti tilgangur sjálfsmatsins var að fá stjórnir eftirlitsskyldra aðila til að horfa með gagnrýnum augum á samsetningu stjórnarinnar með hliðsjón af þekkingu, hæfni og reynslu einstakra stjórnarmanna segir í frétt á vef FME .

Krafa um viðegandi þjálfun stjórnarmanna

Niðurstöðu sjálfsmatsins gætu stjórnir helst nýtt með tvennum hætti, til að kortleggja þá þætti sem nauðsynlegt er að stjórn eftirlitsskylda aðilans hafi í heild sinni og jafnframt til að koma auga á möguleg úrbótatækifæri.

Í því samhengi má benda á að í lögum um fjármálafyrirtæki og í reglugerð um vátryggingastarfsemi er gerð sú krafa að fyrirtæki verji fullnægjandi fjármunum og mannafla til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir stjórnarmanni og tryggja að hann hljóti viðeigandi þjálfun til stjórnarsetunnar.

Þá hafði sjálfsmatið þann tilgang að veita Fjármálaeftirlitinu nauðsynlegt yfirlit yfir heildarþekkingu, hæfni og reynslu stjórna eftirlitsskyldra aðila. Segir eftirlitið það mikilvægt að þetta sé metið eftir breytingar á stjórnum sem dæmi.

Til að auðvelda stjórnum eftirlitsskyldra aðila að framkvæma sjálfsmöt hefur Fjármálaeftirlitið útbúið form að sjálfsmati sem byggð eru á formi frá Evrópska bankaeftirlitinu (EBA).