Fjármálaeftirlitið kannar nú hvort lífeyrissjóðum sé skylt að kaupa allt hlutafé í Icelandair Group.

Eftir hlutafjáraukningu félagsins á Framtakssjóður Íslands 29% hlut í félaginu og Lífeyrissjóður verslunarmanna um 9,7% en hann er stærsti einstaki eigandi Framtakssjóðsins.

Þetta kemur fram á Vísi.is . Segir að send hafi verið fyrirspurn til FME um málið þar sem um sé að ræða tengda aðila sem haldi á tæplega 40% af hlutafé félagsins. Yfirtökuskylda myndast við 33% eignarhlut.

Á síðasta ári veitti FME Framtakssjóðnum undanþágu til að fara með eignarhlut í Icelandair umfram yfirtökuskyldu. Sú undanþága var tímabundin og skilyrt.

Í svari FME til fréttastöfu Vísis kemur fram að ávallt sé til skoðunar hvort aðilar teljist yfirtökuskyldir samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Hinsvegar geti FME ekki tjáð sig um það einstaka tilvik sem nefnt er í fyrirspurninni að öðru leyti en að FME er með slík mál til skoðunar nú sem endanær.