*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 22. janúar 2017 13:39

FME komið umfram lögbundinn frest

Fjármálaeftirlitið hefur enn ekki afgreitt umsókn BLM fjárfestinga um að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í eiganda Lýsingar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftir meira en fjóra mánuði hefur Fjármálaeftirlitið ekki enn afgreitt umsókn BLM fjárfestinga ehf. um að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í Klakka, eiganda fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar.

Er það umfram lögbundinn tímafrest í lögum um fjármálafyrirtæki, en með kaupunum á 11,6% hlut sem var í eigu slitabús Glitnis fór eignarhlutur BLM fjárfestinga yfir 50% í Klakka.

Hefur FME því ekki enn heldur samþykkt sölu Lindarhvols á 17,7% eignarhlut ríkisins í Klakka til BLM fjárfestinga sem átti sér stað í október síðastliðnum, en að því er fram kemur í Morgunblaðinu um málið hefur verið töluvert deilt á þá sölu.