Kostnaðarhlutföll eru há hjá íslensku bönkunum í alþjóðlegum samanburði, að því er kemur fram í ársskýrslu FME, en hún var kynnt á ársfundi eftirlitsins í dag.

Kostnaður af grunnrekstri sem hlutfall af eignum jókst á milli ára. „Helstu skýringar aukins rekstrarkostnaðar eru endurskipulagning útlána, hækkun launakostnaðar umfram samningsbundnar launahækkanir, margvíslegur kostnaður tengdur samrunum við önnur fjármálafyrirtæki og ýmsar opinberar álögur,“ segir í skýrslunni.

Þar segir einnig ljóst að framundan sé óhjákvæmilegt kostnaðaraðhald hjá bönkunum.