Fjármálaeftirlitið (FME) egir lífeyriskerfið öflugt en veikleika til staðar. Æskilegt þykir að efla sjóðasöfnun og bæta áfallna stöðu lífeyrissjóðannameð ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Draga mætti úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur um eitt til tvö ár, að mati FME.

Þetta kemur fram í samantekt FME um stöðu lífeyrissjóðanna sem kynnt var í dag.

Fram kemur í samantektinni að eignir íslenskra lífeyrissjóða sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs hafi verið um 137%. Það er sama hlutfall og fyrir bankahrun. Á sama tíma er áfallin tryggingafræðileg staða lífeyrisjóðanna, þ.e. hrein eign þeirra til greiðslu lífeyris og framtíðarstaða neikvæð um 553 milljarða króna.

Á fundinum var sérstaklega fjallað um stöðu fimm stærstu lífeyrissjóða landsins, tryggingafræðilega stöðu þeirra og stöðu í alþjóðlegum samanburði.