Fjármálaeftirlitið vísaði hinn 8. maí sl. máli tveggja starfsmanna ónafngreinds fjármálafyrirtækis til ríkislögreglustjóra vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Ekki fæst uppgefið hjá Fjármálaeftirlitinu hvaða fyrirtæki um er að ræða.

„Í því tilfelli sem hér um ræðir áttu sér stað viðskipti eða tilboð um viðskipti með tiltekinn skuldabréfaflokk rétt fyrir lokun sex viðskiptadaga sem véku talsvert frá fyrirliggjandi kauptilboðum sömu viðskiptadaga. Í hlut áttu tveir starfsmenn hjá einu fjármálafyrirtæki,“ segir í tilkynningu frá FME.

Fjármálaeftirlitið beindi málinu til ríkislögreglustjóra m.a. með vísan í lög um verðbréfaviðskipti. Í 117 grein laganna er fjallað um markaðsmisnotkun og milligöngu fjármálafyrirtækis.

FME vísar í ákvæði þeirrar greinar sem kveður á um að viðskipti eða tilboð sem „gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna,“ séu talin vera markaðsmisnotkun.

Slík misnotkun er óheimil samkvæmt lagagreininni.

Meira er fjallað um málið hér.