Fjármálaeftirlitið hafði ekki heimild til að rukka fyrirtæki fyrir viðbótareftirlit, með þeim hætti sem gert var. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis.

Fjármálaeftirlitið ákvað á vormánuðum árið 2010 að skipa héraðsdómslögmann og endurskoðanda til að athuga stöðu fyrirtæki þess og viðskipti við tengda aðila, móðurfélag og dótturfélag. Það var gert vegna bágrar stöðu móðurfélagsins.

Jafnframt var stjórnendum fyrirtækisins tilkynnt að kostnaður vegna eftirlitsins félli á fyrirtækið. Stjórnendur sættu sig ekki við þessa ákvörðun FME og leituðu álits Umboðsmanns Alþingis. Niðurstaða hans var sú að gjaldtaka FME ætti sér ekki stoð í lögum og beindi þeim tilmælum til stofnunarinnar að hún rétti hlut fyrirtækisins, kæmi fram beiðni um slíkt.