Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingarfélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Virðingar hf.

Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins þar sem segir að eftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Virðingar hf. með sem nemur allt að 100% eignarhlut í félaginu.

Jafnframt hefur FME komist að þeirri niðurstöðu að VÍS sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Viðringar hf. með sem nemur allt að 33% óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald á Kviku.