Það má heyra samhljóm um að FME hafi verið of veik stofnun á árunum fyrir fall bankanna. Í dag má þó heyra að mörgum þyki nóg um og að stofnunin sé stærri en þörf sé á miðað við stærð kerfisins. Hvert er þitt mat?

„Ég hef gengið út frá því að við höfum náð okkar hámarksstærð. Heimildir til stækkunar voru aldrei nýttar til fulls því við sáum fyrir að það þyrfti að skera hratt niður aftur. Starfsemin er afar sérhæfð og krefst mikillar þjálfunar starfsfólks. Við töldum óheppilegt bæði fyrir starfsfólk og stofnunina að ráða mikið af fólki sem þyrfti að segja upp skömmu síðar,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í viðtali við Viðskiptablaðið.

„Við lítum því svo á að hámarksstærð hafi verið náð fyrr á þessu ári. Ég vonast til þess að fá að halda jafnvægi á meðan við vinnum að umbótaverkefnum og vinnum að því að forgangsraða þannig að hægt verði að skila jafn góðu verki með heldur færra fólki. Ég held ég geti ekki nefnt ákveðna tölu en það gæti verið raunhæft að til framtíðar starfi um hundrað manns hjá FME. Í dag erum við 119,“

Viðtal við Unni má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.