Vegna þeirra sérstöku aðstæðna og til að tryggja sem besta yfirsýn á sem skemmstum tíma um hag bankanna þótti rétt að í [skila]nefndunum væru starfsmenn sem þekktu vel til starfsemi og eignasafns þeirra, en meginverkefni nefndanna er að tryggja umsjón með meðferð eigna og hámarka verðmæti þeirra.

Meirihluti skilanefndarmanna er þó jafnan skipaður utanaðkomandi aðilum með reynslu af endurskoðun og lögmennsku.

Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins í dag þar sem fjallað er í stuttu máli um skipun í skilanefndir bankanna þriggja, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um skilanefndir í fjölmiðlum síðustu daga.

Þar kemur fram að við skipun manna  í skilanefndir var kannað, og nefndarmenn sérstaklega spurðir, hvort þeir uppfylltu kröfur um almennt hæfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki

Sjá nánar vef FME.