Fjármálaeftirlitið og Örn D. Jónsson, fyrrverandi varamaður í stjórn Nýherja, gerðu með sér sátt í byrjun september vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti. Örn greiddi 200 þúsund krónur vegna brotsins.

Með sáttinni gekkst Örn við því að hafa þann 8. maí 2008 brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa átt viðskipti með 54.000 hluti í Nýherja án þess „að sinna þeim skyldum er á honum hvíldu sem fruminnherja samkvæmt nefndum lagaákvæðum," segir í tilkynningu um þetta frá FME.

Samkvæmt lögunum bar Erni að tilkynna um viðskiptin.