Tap af rekstri Fjármálaeftirlitsins (FME) á árinu 2009 nam tæplega 340 milljónum króna á árinu 2009. FME gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir síðasta ár.

Tekjur af eftirlitsgjaldi námu um 778 milljónum króna en alls námu tekjur um 791 milljón króna. Heildargjöld námu um 1.160 milljónum króna og þar af voru laun og launatengd gjöld um 640 milljónir króna. Gjöld vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu námu um 314 milljónum króna.

Á síðasta ári var veitt sérstakt 18,5 milljóna króna framlag úr ríkissjóði til Fjármálaeftirlitsins tengt auknum kostnaði stofnunarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Framlagið nam 549 milljónum króna á árinu 2008.