*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 30. ágúst 2018 16:05

FME samþykkir endurkaupaáætlun VÍS

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt endurkaupaáætlun VÍS upp á allt að 300 milljónir króna, sem aðalfundur heimilaði í lok mars.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í dag endurkaupaáætlun vátryggingafélagsins VÍS, en félagið samþykkti á aðalfundi í lok mars að heimila stjórn að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á næstu 18 mánuðum.

Stjórn VÍS tók á grundvelli þeirrar samþykktar ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar 17. ágúst í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallarinnar, þar sem einnig kemur fram leiðrétting á hámarksmagni hvers viðskiptadags, sem verður 801.401 hlutir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is