*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 17. júlí 2020 15:55

FME sektar Arion um 88 milljónir

FME hefur ákveðið að sekta Arion um 87,7 milljónir á grundvelli þess að bankinn birti ekki upplýsingar um hópuppsögn nógu snemma.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar, hvað varðar hópuppsögn í september síðastliðinn, nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.

Því á Arion að hafa brotið gegn 1. málsgrein 122. grein laga númer 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Sagt er að bankinn hafi ekki birt eins fljótt og auðið var innherjaupplýsingar um hagræðingaraðgerðir sem snéru að hópuppsögn bankans þegar 100 starfsmönnum var sagt upp.

Samkvæmt tilkynningu FME var á fundi Arion 6. september til umræðu fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og hópuppsagnir. 22. september birti svo Mannlíf frétt þess efnis að allt að 80 manns verði sagt upp hjá Arion en bankinn birti fréttatilkynningu hvað málið varðar 26. september.