Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Bakkavör Group um 5 milljónir króna vegna tveggja brota. FME telur að félagið hafi með tvennum hætti b r u g ð i s t upplýsingaskyldu sinni.

Í fyrsta lagi birti félagið ekki upplýsingar um þá ákvörðun að leita nauðasamninga, fyrr en greint hafði verið frá því í fjölmiðlum 18. janúar 2010. Í öðru lagi birti félagið ekki innherjaupplýsingar sem komu fram í frumvarpi að nauðasamningnum. Það voru upplýsingar um skiptiverð skuldabréfa í hlutabréf.

Að mati FME gátu upplýsingarnir haft verðmyndandi áhrif og sektaði því félagið um 5 milljónir króna.