*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 9. ágúst 2017 12:41

FME sektar Borgun um 11,5 milljónir

Fjármálaeftirlitið hefur lagt sekt á Borgun fyrir að hafa brotið reglur um kaupaukakerfi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið hefur lagt 11,5 milljóna króna sekt á Borgun fyrir að hafa brotið reglur um kaupaukakerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu.

Málsatvik voru þau að hinn 13. september 2016 ákvað stjórn Borgunar að greiða starfsmönnum fyrirtækisins 900. þúsund krónur, hefðu þeir verið í fullu starfi undanfarna 12 mánuði eða hlutfall af þeirri fjárhæð vegna minna starfshlutfalls. Alls fengu 148 starfsmenn slíka greiðslu.

Í tilkynningunni frá FME segir að fjármálafyrirtæki sé „heimilt að ákvarða starfsmönnum kaupauka á grundvelli kaupaukakerfis að teknu tilliti til heildarafkomu yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar. Þó er óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka."

Þar segir einnig að „Greiðslur umfram föst starfskjör sem ekki taka mið af árangri eru óheimilar, nema um sé að ræða ráðningarkaupauka á fyrsta starfsári, og geta því ekki verið hluti af kaupaukakerfi fjármálafyrirtækis þ.e. svokallaður tryggður kaupauki."

Málinu lauk í júní með sátt á milli FME og Borgunar þar sem fyrirtækið féllst á að hafa brotið reglur um kaupaukakerfi og á að greiða sekt að fjárhæð  11.500.000 krónur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is