Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að sekta Gnúp fjárfestingarfélag um tvær milljónir króna vegna brots á flöggunartilkynningarskyldu.

Brotið varðar viðskipti með bréf félagsins í FL Group hf. en í janúar seldi Gnúpur umtalsverða hluti í FL Group hf. sem olli því að hlutur félagsins fór úr 11% niður í rúm 8%.

Félögum ber skylda til að flagga slíkum viðskiptum ef þau leiða til að hlutur fer yfir, nær eða lækkar niður fyrir 5%, 10% og önnur fimm prósenta bil upp að 50% og eftir það ef um tvo þriðju hluta er að ræða eða 99%.

Aðilanum, hér Gnúpi, ber að senda tilkynningu um slíkt til Fjármálaeftirlitsins eins fljótt og hægt er og í síðasta lagi næsta viðskiptadag eftir að skyldan kom til.

Gnúpur sinnti þessu ekki og þarf því að greiða sektina.