Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Þetta kemur fram á vef FME en ESÍ er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands.

Aðrir hluthafar  Sjóvár eru Íslandsbanki  með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag með 17,67% hlutafjár.

Sjá tengdar fréttir um málefni Sjóvá hér að neðan.