Fjármálaeftirlitið (FME) hefur með vísan til laga um fjármálafyrirtæki skipað þriggja manna bráðabirgðastjórn yfir Sparisjóð Mýrasýslu SPM.

Þetta kemur fram á vef FME en bráðabirgðastjórnin fer ein með sömu heimildir að lögum og eftir samþykktum sparisjóðsins og stjórn og fundur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Mýrasýslu hefði ella haft á hendi, eins og það er orðað á vef FME.

Í bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrasýslu eru skipuð:

Sigurður R. Arnalds, hrl., formaður, Jón Haukur Hauksson, hdl. og Margrét Gunnlaugsdóttir, hdl.

Sjá nánar um málið í tengdum fréttum hér að neðan.