Fjármálaeftirlitið hefur sent bréf til þátttakenda í hlutafjárútboðum VÍS og Tryggingamiðstöðvarinnar og krafið þá svara um fjárhæð tilboða sem þeir gerðu í hlutabréf fyrirtækjanna. Eru þeir m.a. krafðir svara um það hvernig þeir ætluðu að fjármagna tilboðin, sem í einhverjum tilfellum voru mjög há.

Í hlutafjárútboðum tryggingafélaganna var töluvert um að menn væru að bjóðast til að kaupa mun meira af hlutabréfum en þeir í raun gátu fengið samkvæmt reglum útboðsins. Leiddi það svo til þess að umframeftirspurn var mjög mikil, einkum í TM-útboðinu, þar sem eftirspurn var áttatíuföld á við framboðið á hlutabréfum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .