*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 28. maí 2013 16:55

FME: Staða Íbúðalánasjóðs er áhyggjuefni

Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að mikilvægt sé að leysa til frambúðar vanda Íbúðalánasjóðs.

Ritstjórn

Staða Íbúðalánasjóðs er áhyggjuefni að mati Fjármálaeftirlitsins, en eiginfjárhlutfall sjóðsins hefur farið lækkandi á undanförnum misserum og býr hann við verulega uppgreiðsluáhættu, einkum í núverandi vaxtaumhverfi. Kemur þetta fram í ársskýrslu FME sem kynnt var á ársfundi FME í dag.

Þar er vandi sjóðsins sagður verulegur og mikilvægt að hann verði leystur til frambúðar.

Einnig kemur fram í ársskýrslunni að þrátt fyrir sókn fjármálastofnana inn á skuldabréfamarkað í fjármögnunarskyni, sem hófst á fjórða ársfjórðungi 2011 hafi haldið áfram í fyrra og að heildarvelta með skuldabréf fjármálastofnana hafi numið tæplega 5,1 milljarði króna á tímabilinu. Bréf útgefin af opinberum aðilum, ríki, íbúðalánasjóði og sveitarfélögum, séu þó enn 99% af veltu á skuldabréfamarkaði.

Varlega megi áætla að 2/3 hlutar ríkisverðbréfa séu bréf útgefin af Íbúðalánasjóði.