Í sjónvarpsþættinum Kveik í gærkvöldi velti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR upp þeirri hugmynd að verkalýðshreyfingin myndi beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar innan lífeyrissjóðanna til þess að knýja kjarasamninga í gegn.

Fjármálaeftirlítið hefur nú brugðist við ummælum Ragnars og imprar á því að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér með þeim hætti.

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum vill Fjármálaeftirlitið minna á þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum til starfsemi lífeyrissjóða," segir í frétt á vef FME.

„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi."