Fjármálaeftirlitið hefur sent skilanefnd inn í Landsbankann til að taka yfir stjórn bankans. Stjórnin hefur þar með verið sett af en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru bankastjórarnir við störf.

Fjármálaeftirlitið undirbjó þessa aðgerð í alla nótt og hefur sent frá sér tilkynningu vegna hennar þar sem segir að innlán séu tryggð og að útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbankar séu opnir. Fjármálaeftirlitið stefnir að því að viðskiptavinir finni sem minnst fyrir breytingum.

Aðgerðirnar eru sagðar gerðar til að tryggja eðlilega starfsemi innanlands.

Inngripin byggjast á heimild í neyðarlögunum sem Alþingi samþykkti í gær.