Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er velt upp hvort ein leið til að stuðla að samkeppni í fjármálakerfinu sé að samkeppni verði eitt af þeim sjónarmiðum sem Fjármálaeftirlitið hafi til hliðsjónar við eftirlit á fjármálamörkuðum. Til að mynda er bent á að vaxtamunur bankanna sé minni af íbúðalánum en af öðrum lánum sem bendi til þess að aukin samkeppni við lífeyrissjóði á þeim markaði hafi áhrif á vaxtakjörin. Þá er spurt hvort ástæða sé til að koma á fót „sandkassa“ hér á landi þar sem fjártæknifyrirtæki og rótgróin fjármálafyrirtæki geti starfað undir leiðsögn frá Fjármálaeftirlitinu með ákveðnar lausnir í takmarkaðan tíma án þess að kannað hafi verið hvort þau uppfylli öll skilyrði laga um starfsleyfi. Markmið sandkassans væri þá að sjá hvernig ákveðnar vörur reynast áður en þær eru fullunnar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst sé að lagabreytingu þurfi til að þetta sé mögulegt.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .