Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvemver 2007.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skilanefnd gamla Glitnis. Þar segir að FME hafi ekki gert athugasemdir við málsmeðferð vegna tilkynningaskyldu til Kauphallarinnar.

Tilkynning skilanefndarinnar er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Stíms ehf. vill skilanefnd gamla Glitnis taka fram að samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér var Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvember 2007 og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallar. Í fjölmiðlum í síðustu viku kom fram að athugun FME á þeim þáttum er varða tilkynningarskyldu vegna viðskipta Stíms ehf. væri lokið og að FME telji að ekki hafi verið brotið gegn þeim reglum."