*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 20. nóvember 2011 09:15

FME varar við vafasömum fyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur varað við 480 fyrirtækjum á árinu.

Ritstjórn

Svo virðist sem sífellt fleiri óprúttnir aðilar reyni að notfæra sér fjárhagslega örvæntingu fólks með því að plata það í alls kyns fjárfestingarævintýri, hvort sem um er að ræða hlutabréfakaup eða gjaldeyrisviðskipti. Það sem af er þessu ári hefur Fjármálaeftirlitið gefið út um 480 viðvaranir um slík fyrirtæki, en allt árið í fyrra voru viðvaranirnar alls um 190 talsins.

Í flestum tilfellum hefur FME verið að endurbirta viðvaranir frá erlendum eftirlitsaðilum og afar sjaldan hafa fyrirtækin reynt að selja þjónustu sína hér á landi. Dæmi eru þó um slíkt, eins og þegar útibú panamíska gjaldeyrisviðskiptafyrirtækisins Finanzas Forex var með starfsemi hér á landi fyrir nokkrum árum án þess að hafa til þess leyfi.