Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Þetta kemur fram á vef FME.

Starfsleyfi ALM Fjármálaráðgjafar tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felast í eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.