Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér leiðréttingu á fyrri frétt sinni sem Viðskiptablaðið hefur fjallað um , þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30% eignarhlut í Arion banka.

„ Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur,“ segir í frétt FME .

„...en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“