Fjármálaeftirlitið (FME) taldi rétt að Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands (VÍS), viki úr starfi vegna óeðlilegrar lánastarfsemi sem átti sér stað í félaginu á árunum 2008-2010. Lánin sem um ræðir voru meðal annars veitt til móðurfélags VÍS, Existu, starfsmanna VÍS og annarra aðila innan Existu-samstæðunnar. Þau voru mörg hver veitt eftir bankahrun. Meðal annars voru veitt lán til að lántakendurnir gætu mætt fasteignarskuldbindingum sínum.

Veð í hálfbyggðu veiðihúsi

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að eitt þeirra lána sem FME gerði athugasemd við hafi verið 75 milljóna króna lán til Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, með 200 milljóna króna veði í hálfbyggðu sumarhýsi hans við Veiðilæk í Borgarfirði. Tryggingabréf vegna þeirrar lántöku var gefið út 29. desember 2008. Exista, móðurfélag VÍS, var stærsti einstaki eigandi Kaupþings fyrir hrun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Eldgosið hefur áhrif á alþjóðavettvangi
  • Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræðir fyrsta útboð Seðlabankans og næstu skref
  • Magma vill kaupa eigið bréf
  • Hægur bati á auglýsingamarkaði
  • Búið að borga fyrir Haga
  • LSR þarf að grípa til aðgerða
  • Gallerí Fold heldur uppboð á listmunum á netinu
  • Stefanía K. Karsdóttir, einn eigenda Íslenskrar Matorku, segir Ísland sitja á gullkistu matar, í viðtali við Viðskiptablaðið.