Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Innan Fjármálaeftirlitsins er unnið að reglubreytingum sem miða að því að þrýsta á fjármálastofnanir að leysa úr vanda fyrirtækja sem eiga í greiðsluerfiðleikum, eða þær halda um, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Vinnan hefur verið í gangi um nokkurn tíma og er langt komin.

Leiðin byggir á að aðskilja „vond lán“ frá hinum „góðu“ innan viðskiptabankanna og leggja hærri eiginfjárkröfu á þau slæmu. Slíkt ætti að hvetja banka til að vinna úr vanda þeirra fyrirtækja sem skulda mikið og hreinsa lánið úr bókum sínum.

Meðal viðmiða sem líta á til við flokkun lána í góð og slæm er arðsemi fyrirtækjanna sem skulda, sjóðstreymi þeirra og tryggingar fyrir lánunum.