Stjarnan fagnar
Stjarnan fagnar
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Við renndum í gegnum ellefu fögn,“ segir Jóhann Laxdal knattspyrnukappinn í meistaraflokki Stjörnunnar eftir að hafa leikið í auglýsingu fyrir spænska símafyrirtækið Movistar. „Þannig að þetta tók sinn toll en var skemmtileg reynsla. Við þurftum alltaf að skora mörkin áður en við fögnuðum,“ segir Jóhann sem er líka þekktur sem laxinn í einu frægasti „fagni“ Stjörnunnar. Horft hefur verið á meistaflokk Stjörnunnar fagna yfir milljón sinnum á myndbandsvefnum youtube.

Stífar tökur

Jóhann segir að þetta hafi verið stífar tökur. Fyrri daginn var unnið frá hálf níu til sjö um kvöldið og hlé rétt tekið til að matast. Seinni daginn var verið að taka upp fögnin frá klukkan hálf átta til fimm síðdegis. Þetta hafi því verið þó nokkur vinna og allan tímann Þegar tekið var upp þurftu strákarnir að gíra sig upp eins og um raunverulega keppni væri að ræða, skora mörkin og fagna svo á viðeigandi hátt. Andstæðingarnir, sem voru einnig leiknir af Stjörnuköppun, fengu svo mismunandi búninga til að fara í svo það virtist ekki að um sama lið væri að ræða í öllum atriðunum.

Fá leikaralaun

Aðspurður hvort þeir hefðu ekki fengið almennilega greitt fyrir viðvikið - og leikinn - sagði Jóhann að það væri allt í vinnslu. Ekki væri búið að greiða þeim laun og hann vissi ekki hvað það væri mikið. Almar sagði að félagið fengi eitthvað fyrir að lána mannvirki og nafn liðsins en helst rynnu greiðslur til leikmanna fyrir að eyða í þetta tveimur vinnudögum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stjarnan fagnar
Stjarnan fagnar
© Aðsend mynd (AÐSEND)