Fyrr í dag var greint frá því að Stephen Bannon myndi láta af störfum sem aðalráðgjafi Donald Trump. Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York virtust taka vel í fréttir af brotthvarfi Bannon. Í myndbandi sem CNBC birti má heyra fagnaðarlæti frá gólfi kauphallarinnar þegar fréttirnar bárust.

Í kjölfar fréttanna hækkuðu flestar hlutabréfavísitölur vestanhafs lítillega. Á þeim 45 mínútum sem liðu frá því að New York Times greindi frá brotthvarfinu, hækkaði S&P 500 vísitalan um 0,5%, Nasdaq um 0,6% og Dow Jones um 0,45%.

Allar hafa vísitölurnar þó nánast staðið í stað það frá því viðskipti dagsins hófust. Þegar þetta er skrifað hefur S&P 500 hækkað um 0,0% og stendur nú 2.431,32 stigum, Nasdaq um 0,21% og stendur nú í 6.234,86 stigum á meðan Dow Jones hefur lækkað um 0,08% og stendur í 21.734,26 stigum þegar þetta er skrifað.