Hönnunarfyrirtækið Tulipop flutti nýverið skrifstofur sínar í nýtt húsnæði að Fiskislóð 31 úti á Granda en þær voru áður á Hverfisgötu. Haldið var opnunarhóf á dögunum í nýjum húsakynnum þar sem einnig er sýningarrými sem er opið á virkum dögum milli kl. 13 og 17.

Börn eru þar sérstaklega velkomin til að kynnast ævintýraheimi Tulipop.

Helga Árnadóttir stofnaði Tulipop ásamt Signýju Kolbeinsdóttur fyrir rúmum fjórum árum síðan. Helga segir nýja húsnæðið henta starfsemi fyrirtækisins virkilega vel. „Okkur fannst tilvalið að bjóða okkar stóra hópi af góðum viðskiptavinum og samstarfsaðilum að koma og fagna með okkur af þessu tilefni. Á þeim rúmum fjórum árum sem fyrirtækið hefur starfað höfum við unnið með stórum hópi fólks úr ýmsum áttum sem hefur átt sinn þátt í því að hjálpa okkur að koma traustum fótum undir reksturinn og það var frábært hversu margir sáu sér fært að koma og fagna þessum áfanga með okkur.“

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Rúm fjögur ár eru síðan Helga og Signý sameinuðu krafta sín og bjuggu til ævintýraheim Tulipop.

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Tulipop
Tulipop
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )