Að sögn Leifs A. Haraldssonar, framkvæmdastjóra Kredia, hefur verið talsvert um að fólk skrái sig í lánaviðskipti hjá þeim en félagið hóf að kynna þjónustu sína fyrir helgi. Leifur sagði að á milli 20 og 30% þeirra sem hafa skráð sig eru á vanskilaskrá og fá því ekki að komast í´viðskipti við félagið en það sækir upplýsingar um vanskil hjá Creditinfo.

Kredia ehf. kynnti nýjung í lánaviðskiptum, smálán til þeirra sem þurfa lága upphæð í stuttan tíma fyrir helgi.

Kredia byggir á íslenskri hugbúnaðarlausn sem veitir viðskiptavinum sínum aðgang að láni hvar sem er og hvenær sem er í gegnum SMS, internetið eða þjónustuver eða.  Viðskiptavinir byrja á að skrá sig á vefnum, www.kredia.is . Þegar viðskiptavinur hefur skráð sig getur hann notað þjónustuna hvenær sem er og sótt um lán í gegnum sms smáskilaboð til 1919,  eða í gegnum vefinn. Lánið getur verið allt að 40.000 krónum til 15 daga, en nýtt lán er ekki veitt nema fyrra lán hafi verið endurgreitt og tók Leifur fram að það væri mikilvægt að menn áttuðu sig á því en það aðskilur þá frá sambærilegum félögum á Norðurlöndum.

Þjónustan er ætluð fjárráða einstaklingum 18 ára og eldri sem ekki eru á vanskilaskrá.