Agnar Már Jónsson, fyrrverandi forstjóri Opinna kerfa, hefur verið ráðinn framkvæmdasjóri Titan Invest, segir í fréttatilkynningu. Félagið er í eigu Símans og F. Bergsonar Holding, og markmið þess er að leita uppi fjárfestingatækifæri erlendis á sviði upplýsingatækni.

Agnar Már mun einnig taka sæti í stjórn Titan ehf, segir í tilkynningunni, og mun fjárfestingaarmurinn Titan Invest leita að samleg við erlend fyrirtæki sem eru á sömu línu to Titan efh.

Titan ehf er upplýsingatæknifyrirtæki, sem einbeitir sér að lausnum fyrir stærri fyriræki hvort sem um er að ræða net- og símalausnir frá Cisco, miðlægar lausnir frá HP, Open Source- eða Microsoft kerfislausnir.

Titan ehf býður einnig þjónustu, m.a. í samstarfi við Símann, þeim erlendu fyrirtækjum á Íslandi sem leita til Orange Business Solutions en flest stærstu fyrirtæki heimsins nýta sér þjónustu þess.