Ágúst Hrafnkelsson hefur verið ráðinn nýr innri endurskoðandi Glitnis. Helga Harðardóttir, sem gegnt hefur starfi innri endurskoðanda Glitnis frá 2006 lætur af störfum að eigin ósk og gengur  til liðs við  KPMG þar sem hún starfaði áður. Þetta kemur fram í tilkynningu Glitnis til Kauphallarinnar.

Ágúst starfaði á árunum 1988 til 2003 hjá Landsbanka Íslands, m.a. á Alþjóðasviði, sem forstöðumaður upplýsingavinnslu, forstöðumaður  árangursstýringar, forstöðumaður eignardeildar og sem forstöðumaður innri
endurskoðunar. Hann var forstöðumaður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á  árunum 2003 til 2006 og hefur á liðnu árið starfað í innri endurskoðun  Kaupþings.

Ágúst lauk Cand oecon. námi frá Háskóla Íslands árið 1989, hann lauk löggildingarprófi í verðbréfamiðlun árið 2001, faggildingarprófi í innri endurskoðun banka (CertifiedBank Auditor) árið 2002 og faggildingarprófi í innri endurskoðun (Certified Internal Auditor) árið 2004.